Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

631FDC1 - Ferðamannafrímerki V

631FDC1 - Ferðamannafrímerki V

Venjulegt verð 620 kr
Venjulegt verð Söluverð 620 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Þjófafoss er í Þjórsá við suðurendann á Búrfelli. Fossinn er talinn hafa fengið nafn af því að þar hafi þjófum verið drekkt til forna. Þjófafoss er austan megin við Merkurhraun en fyrir ofan hann stendur fjallið Búrfell. Til að nálgast fossinn þarf að keyra eftir malarvegi og er fært öllum bílum að sumarlagi. Nálægt fossinum er vatnsaflsvirkjunin Búrfellsstöð og Hjálparfoss, einn fimm fossa sem prýddu frímerki 2. febrúar 2006.

Jökulsárlón er eitt þekktasta náttúruvætti Íslendinga. Vatnajökull gengur út í lónið og fljóta gríðarstórir ísjakar um það, en umhverfið markast af svörtum söndum og grjóti. Í lóninu gætir flóðs og fjöru og er það því blanda af sjó og ferskvatni. Það leiðir til þess að æti gengur inn í lónið sem selir og æðafuglar sækjast í. Lónið er staðsett á Breiðamerkursandi, á milli Vatnajökulsþjóðgarðs og Hafnar í Hornafirði. Það byrjaði að myndast eftir 1934 þegar Jökulsá á Breiðamerkursandi rann beint undan jökli niður til sjávar um einn og hálfan kílómeter. Síðan um 1950 hefur jökullinn hins vegar hörfað jafnt og þétt og sístækkandi lón hefur myndast.
Skoða allar upplýsingar