Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

629FDC4 - Norðurlandafrímerki – Norræna eldhúsið

629FDC4 - Norðurlandafrímerki – Norræna eldhúsið

Venjulegt verð 820 kr
Venjulegt verð Söluverð 820 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Norðurlandafrímerkin 2016 eru tileinkuð norrænni matargerð, „norræna eldhúsinu“ sem svo er nefnt. Í tilviki Íslands er sjónum beint að „íslenska eldhúsinu“ og íslenskt hráefni er myndefni frímerkisins. Saga íslenskrar matargerðarlistar er stutt og fremur fábrotin. Hér hefur þó þróast áhugavert þjóðlegt eldhús – matargerðarlist sem byggir á góðu hráefni og gömlum hefðum. Í matargerð sinni búa Íslendingar að hreinu og ómenguðu hráefni. Litlar heimildir eru til um matvæli og neysluvenjur íslensku þjóðarinnar fyrstu aldir Íslandsbyggðar. Landnámsmennirnir fluttu með sér sauðfé, geitur, nautgripi, svín, hænsni og jafnvel endur. Fæði landnámsmanna hefur því verið fjölbreytt. Úr mjólkinni voru unnar ýmsar afurðir. Nýting sjófugla, veiðar í ám og vötnum hafa ætíð verið þýðingarmikill þáttur í öflun matvæla. Íslenska lambakjötið er talið mun líkara villibráð en það lambakjöt sem er á markaði víða erlendis. Helstu kostir íslenska nautakjötsins er hversu hreint og ómengað það er. Hafið í kringum landið er mikil matarkista og harðfiskur varð því snemma ein mikilvægasta fæðutegund íslensku þjóðarinnar. Kjarni íslenska eldhússins er áherslan á náttúrulegt hráefni, ferskt árstíðabundið grænmeti, ferskan fisk og verkaðan.
Skoða allar upplýsingar