1
/
af
1
628FDC4 - Hið íslenzka bókmenntafélag 200 ára
628FDC4 - Hið íslenzka bókmenntafélag 200 ára
Venjulegt verð
780 kr
Venjulegt verð
Söluverð
780 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Elsta félag og bókaforlag á Íslandi, Hið íslenzka bókmenntafélag, var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Það tók við hlutverki Hins íslenzka lærdómslistafélags sem var stofnað 1779, en starfsemi þess lá niðri þegar Bókmenntafélagið var stofnað. Voru félögin formlega sameinuð árið 1818. Stofnun þess olli á sínum tíma þáttaskilum í viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda. Grundvallarstefna Bókmenntafélagsins var að reisa við sjálfstæðar menntir og menningu á Íslandi undir forystu Íslendinga sjálfra, þannig að íslensk þjóðmenning yrði virkt afl í sókn þjóðarinnar til andlegra og efnalegra framfara. Bókmenntafélagið hófst þegar á fyrsta starfsári handa um útgáfu bóka og tímarita og hefur sú starfsemi verið meginviðfangsefni þess síðan. Sturlunga saga var fyrsta ritið. Árbækur Espólíns fylgdu á eftir og með þeim eignaðist þjóðin í fyrsta sinn samfellda sögu sína. Jafnframt var hafin útgáfa tímaritsins Íslensk sagnablöð og síðar Skírnis sem hefur komið út síðan 1827 og er elst tímarita á Norðurlöndum. Með starfsemi sinni átti félagið drjúgan þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Skoða allar upplýsingar
