Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

627FDCS - Ísafjarðarbær 150 ára

627FDCS - Ísafjarðarbær 150 ára

Venjulegt verð 270 kr
Venjulegt verð Söluverð 270 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Samkvæmt Landnámu voru landnámsmenn í Skutulsfirði tveir, Helgi Hrólfsson og Þórólfur brækir. Helgi mun hafa komið fyrstur, gefið firðinum nafn og reist sér bæ. Nú er ekki vitað hvar bær hans stóð en Eyri í Skutulsfirði hefur verið talin landnámsjörð. Allt til ársins 1765 bjuggu ekki fleiri á Skutulsfjarðareyri en heimilisfólkið á Eyri. Íbúum tók að fjölga þegar einokun var aflétt í verslun á Íslandi árið 1788 og bærinn fékk kaupstaðaréttindi. Norskir og danskir kaupmenn reistu verslunarhús á Ísafirði. Árið 1816 missti Skutulsfjarðareyri kaupstaðaréttindi sín en endurheimti þau 1866 og nefndist eftir það Ísafjarðarkaupstaður. Á síðustu áratugum 19. aldar var Ísafjörður með stærstu kaupstöðum landsins enda tryggði nálægðin við gjöful fiskimið næga atvinnu. Þar var fyrst sett vél í bát og fyrstu veiðarnar á rækju voru stundaðar frá Ísafirði. Árið 1996 voru sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuð. Þau eru Þingeyri, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyri, Suðureyri og Ísafjörður. Hið nýja sveitarfélag fékk nafnið Ísafjarðarbær.
Skoða allar upplýsingar