Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

626A - Alþýðusamband Íslands 100 ára

626A - Alþýðusamband Íslands 100 ára

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Alþýðusamband Íslands eru heildarsamtök launafólks, stofnuð árið 1916 í þeim tilgangi að auðvelda baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum. Sambandið hefur haft mikil áhrif, ekki aðeins á kjör og réttindi sinna eigin félaga, heldur á samfélagið í heild. Fyrstu íslensku verkalýðsfélögin urðu til á tímum mikilla breytinga í atvinnulífi þjóðarinnar þegar Ísland var að breytast úr bændasamfélagi í nútíma þjóðfélag. Fólk streymdi úr sveitunum á mölina og fjölmenn stétt verkamanna varð til. Fyrstu verkalýðsfélögin urðu til um aldamótin 1900. Þann 12. mars 1916 var stofnfundur Alþýðusambands Íslands haldinn í Reykjavík. Fundarmenn voru 20 og komu frá sjö félögum. Árið 1942 var allt íslenskt verkafólk sameinað í stærstu heildarsamtökum sem mynduð höfðu verið á íslenskum vinnumarkaði. Fjölmörg þeirra réttinda vinnandi fólks sem nú þykja sjálfsögð kostuðu mikla baráttu og oft fórnir. Jafnrétti kynjanna varð eitt af stóru markmiðunum í starfinu. Baráttunni fyrir styttri vinnudegi lauk með því að árið 1972 var 40 stunda vinnuvika loks lögfest. Félagsmenn í ASÍ eru tæplega 106.000 í fimm landssamböndum og 50 aðildarfélögum um land allt.
Skoða allar upplýsingar