1
/
af
1
625B - Jólafrímerki 2015 - Sjálflímandi
625B - Jólafrímerki 2015 - Sjálflímandi
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Jólafrímerkin lýsa þeirri hlýju og indælu skammdegisog jólastemmningu sem skapast þegar aðventan fer í hönd og skammt er til jóla. Blandað er saman teikningu og ljósmyndun til að miðla hughrifum vongleði og tilhlökkunar sem vakna í aðdraganda jóla þrátt fyrir dimman hversdagsleika skammdegisins. Jólin eru samkvæmt þessu ekki bara dagarnir sem tengjast sjálfri jólahátíðinni heldur allur tíminn sem varið er í undirbúning, gleði og samvistir frá upphafi aðventu fram að þrettándanum. Þetta er einmitt tíminn þegar margir skrifa, senda og fá jólakveðjur frá vinum og ættingjum. Við sögu á frímerkjunum kemur kvöldganga á lognkyrru blikandi svelli, notaleg samvera vina og fjölskyldu yfir heitum drykk og piparkökum og gamansöm mynd af íslenska jólakettinum sem flatmagar í makindum uppi í rúmi að hlusta á jólatónlistina í tölvunni.
Skoða allar upplýsingar
