1
/
af
1
623A - Dagur frímerkisins - Alþjóðlegt jarðvegsár - 2 x 500g innanlands 2015
623A - Dagur frímerkisins - Alþjóðlegt jarðvegsár - 2 x 500g innanlands 2015
Venjulegt verð
1.260 kr
Venjulegt verð
Söluverð
1.260 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Alþjóðlegu ári jarðvegs 2015 var formlega ýtt úr vör 5. desember 2014. Í ræðu sem José Graziano da Silva, forseti landbúnaðar- og matvælastofnunar SÞ, hélt við þetta tækifæri lagði hann áherslu á að beint samhengi væri milli búskaps bændafjölskyldna og jarðvegs. Var athyglinni beint sérstaklega að hefðbundnum búskap eins og þeim sem stundaður er á Íslandi. Jarðvegi er ógnað á jörðinni með sístækkandi borgum, skógareyðingu, ósjálfbærri landnýtingu og nýtingaraðferðum. Hraði jarðvegseyðingar á jörðinni ógnar mögu - leikum komandi kynslóða til að brauðfæðast. Aðalmarkmið alþjóðlega jarðvegsársins er að vekja athygli mannkynsins á mikilvægi heilbrigðs jarðvegs og að tala fyrir sjálfbærri nýtingu svo takast megi að vernda þessa mikilvægu náttúruauðlind. Ísland er eitt þeirra landa í heiminum sem tapað hafa hvað mestu af jarðvegi sínum vegna ósjálfbærrar nýtingar landsins. Með skógrækt er hægt að efla íslenskan landbúnað, byggja undir trausta byggð í sveitum landsins, auka afrakstur landsins og tekjur bænda. Skógarvistkerfi elur af sér líffjölbreytni sem gagnast búfjárrækt og eykur framleiðni í akuryrkju. Skógarnir eru búsvæði ýmissa smádýra og örverulífs, hægja á rennsli vatns og hamla gegn jarðvegsrofi.
Skoða allar upplýsingar
