Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

619A - Kosningaréttur kvenna 100 ára

619A - Kosningaréttur kvenna 100 ára

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Íslenskar konur fengu takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga árið 1882. Árið 1895 gekkst Hið íslenska kvenfélag fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings almenns kosningaréttar kvenna en þátttaka var fremur dræm. Í nýrri undirskrifasöfnun kvenfélagsins 1907 skrifuðu 11.381 kona undir úr nær öllum hreppum landsins. Þetta ár töldust konur á Íslandi 15 ára og eldri vera 28.640 talsins og því ljóst að víðtækur stuðningur var meðal kvenna fyrir kosningarétti. Árið 1911 samþykkti Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir jöfnum kosningarétti karla og kvenna til Alþingis en dönsk stjórnvöld höfnuðu frumvarpinu. Þann 19. júní 1915 fullgilti Danakonungur loks lög frá Alþingi sem veittu íslenskum konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Slíkt aldursákvæði var ekki sett í lög í neinu öðru landi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, helsta baráttukona fyrir réttindum kvenna á þeim tíma, mótmælti því og kallaði það „snoppung fyrir konur“. Í sambandslagasamningi Íslendinga og Dana 1918 var fallið frá ákvæðinu og kosningaréttur karla og kvenna gerður jafn árið 1920.
Skoða allar upplýsingar