Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

618A - Smáþjóðaleikarnir 2015 - Sjálflímandi

618A - Smáþjóðaleikarnir 2015 - Sjálflímandi

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Hugmyndina um íþróttakeppni smáþjóða Evrópu má rekja aftur til ársins 1981. Það var útbreidd skoðun að íþróttakeppni þar sem smáþjóðir öttu kappi saman gæti orðið til þess að efla hugsjón Ólympíuhreyfingarinnar og treysta vináttubönd þjóðanna. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Fyrstu Smáþjóðaleikarnir voru haldnir í San Marínó árið 1985. Leikarnir eru haldnir annað hvert ár í einu af löndunum níu og eru skipulagðir með stuðningi Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og viðurkenndir af Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). 16. Smáþjóðaleikar Evrópu verða haldnir á Íslandi í júní 2015 en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands var áður gestgjafi leikanna árið 1997. Auk ÍSÍ standa sérsambönd ÍSÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur að framkvæmd leikanna. Keppt er í sex einstaklings- íþróttagreinum en valgreinarnar á leikunum á Íslandi 2015 eru fimleikar og golf. Það er í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum.
Skoða allar upplýsingar