Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

615A - Íslensk samtímahönnun VI - Skartgripahönnun - Ástþór Helgason

615A - Íslensk samtímahönnun VI - Skartgripahönnun - Ástþór Helgason

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Ástþór Helgason hjá Orr hannaði hálsmen úr silfri. Hönnuðir og eigendur Orr eru Ástþór og Kjartan Örn Kjartansson. Ástþór lauk námi í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1997 og starfaði síðan sem framleiðslustjóri SMAK hönnunarstúdíós. Fjöldi tímarita hefur fjallað um skartgripi Orr og þeir verið sýndir víða um heim. Guðbjörg K. Ingvarsdóttir hannaði silfurhring í skartgripalínunni Svanur. Guðbjörg lærði gullsmíði á Íslandi og í Kaupmannahöfn og rak þar um tíma skartgripaverkstæðið Au-Art ásamt öðrum. Hún stofnaði hönnunar- og skartgripafyrirtækið Aurum í Reykjavík árið 1999. Hönnun Guðbjargar hefur vakið athygli víða um heim. Helga Ósk Einarsdóttir hannaði hálsmen úr oxideruðu 925 silfri í skartgripalínunni Millu. Hún útskrifaðist sem gullsmiður árið 1995 og skartgripahönnuður frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Helga hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Árið 2005 hóf hún hönnun og framleiðslu á skartgripum undir nafninu Milla. Helga R. Mogensen hefur hannað barmnælu úr rekaviði, silfri og karfaroði. Helga stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 2001-2002 og útskrifaðist árið 2007 frá Edinburgh College of Art. Hún hefur sýnt í galleríum og söfnum á Íslandi og Bretlandi og unnið til verðlauna á sviði skartgripahönnunar.
Skoða allar upplýsingar