1
/
af
1
615A - Íslensk samtímahönnun VI - Skartgripahönnun - Ástþór Helgason
615A - Íslensk samtímahönnun VI - Skartgripahönnun - Ástþór Helgason
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Ástþór Helgason hjá Orr hannaði hálsmen úr silfri. Hönnuðir og eigendur Orr eru Ástþór og Kjartan Örn Kjartansson. Ástþór lauk námi í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1997 og starfaði síðan sem framleiðslustjóri SMAK hönnunarstúdíós. Fjöldi tímarita hefur fjallað um skartgripi Orr og þeir verið sýndir víða um heim. Guðbjörg K. Ingvarsdóttir hannaði silfurhring í skartgripalínunni Svanur. Guðbjörg lærði gullsmíði á Íslandi og í Kaupmannahöfn og rak þar um tíma skartgripaverkstæðið Au-Art ásamt öðrum. Hún stofnaði hönnunar- og skartgripafyrirtækið Aurum í Reykjavík árið 1999. Hönnun Guðbjargar hefur vakið athygli víða um heim. Helga Ósk Einarsdóttir hannaði hálsmen úr oxideruðu 925 silfri í skartgripalínunni Millu. Hún útskrifaðist sem gullsmiður árið 1995 og skartgripahönnuður frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Helga hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Árið 2005 hóf hún hönnun og framleiðslu á skartgripum undir nafninu Milla. Helga R. Mogensen hefur hannað barmnælu úr rekaviði, silfri og karfaroði. Helga stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 2001-2002 og útskrifaðist árið 2007 frá Edinburgh College of Art. Hún hefur sýnt í galleríum og söfnum á Íslandi og Bretlandi og unnið til verðlauna á sviði skartgripahönnunar.
Skoða allar upplýsingar
