1
/
af
1
614A - SEPAC - Menning
614A - SEPAC - Menning
Venjulegt verð
360 kr
Venjulegt verð
Söluverð
360 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Menning er þema SEPAC frímerkjanna 2015 og var stærsta tónlistarhátíð Íslands, Iceland Airwaves, valin sem myndefni á frímerkið. Hátíðin er haldin ár hvert í Reykjavík um mánaðamótin október-nóvember og stendur í fimm daga. Hugmyndin um hátíðahald til að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum kom upp vorið 1999 og átti hátíðin að vera sýningarpallur fyrir íslenskar hljómsveitir. Fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli Flugfélags Íslands í október árið 1999 og voru hljómsveitirnar Sigur Rós og GusGus fengnar til að spila. Í fyrstu þurfti mikið að hafa fyrir því að fá blaðamenn til landsins til að fjalla um hátíðina en síðan þá hefur hátíðin þróast mikið og þar spilar fjöldi hljómsveita, íslenskar og erlendar. Um það bil 2000 manns starfa í tengslum við hátíðina og meira en 200 listamenn koma fram á hátíðinni sem var haldin í Reykjavík 5. til 9. nóvember 2014. Icelandair er stofnandi og eigandi hátíðarinnar en Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) sér um rekstur hennar.
Skoða allar upplýsingar
