609A Sturla Þórðarson 800 ára minning
609A Sturla Þórðarson 800 ára minning
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Sturla Þórðarson (1214-1284) var sagnaritari, skáld og lögmaður. Helstu heimildir um hann er að finna í Íslendingasögu sem hann sjálfur mun hafa sett saman. Hann varð einn helsti valdsmaður á Íslandi og vitni að mörgum helstu atburðum sem hann sagði síðar frá. Sturla var bróðursonur Snorra Sturlusonar. Eftir að Snorri var tekinn af lífi 1241 varð Sturla einn helsti áhrifamaður meðal Sturlunga sem þeir leituðu jafnan fylgis og ráða hjá. Völd hans stóðu þó einkum við Breiðafjörð. Sturla er höfundur frásagna um tvo helstu bardaga á Sturlungaöld, Örlygsstaðabardaga 1238, sem hann tók þátt í, og Flugumýrarbrennu 1253. Frásagnirnar af þessum atburðum eru meðal þess ægilegasta og jafnframt listilegasta sem skrifað var hér á landi á 13. öld. Í Íslendinga sögu nær frásagnarlist Sturlu hæst hvað varðar mannlýsingar, sviðsetningar, undirbúning stórviðburða með spásögnum og draumum. Löngum hefur verið talið að Sturla Þórðarson hafi ritað um Gretti sterka og honum hafa verið eignaðar aðrar Íslendingasögur. Meginheimildin um ævi Sturlu sagnaritara er Sturlunga. Hún var tekin saman í upphafi 14. aldar. Myndefni frímerkisins er Hákonar saga, stílfærður víkingahjálmur og fjaðurpennaoddur.
