1
/
af
1
603B - Evrópufrímerki 2014 - Hljóðfæri - Sjálflímandi
603B - Evrópufrímerki 2014 - Hljóðfæri - Sjálflímandi
Venjulegt verð
460 kr
Venjulegt verð
Söluverð
460 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Segulharpa.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í mars 2013 voru meðal annars veitt fyrir nýtt hljóðfæri sem listamaðurinn Úlfur Hansson hefur smíðað og nefnist segulharpa. Harpan er 26 strengja hljóðfæri og byggir hugmyndin á því að 26 strengir eru stroknir með rafsegulkrafti handofinna segulspóla. Strengirnir, spólurnar og rafkerfið liggja inni í sjálfum skrokk hljóðfærisins. Náttúruleg endurómun 26 opinna strengja skapar þann tónblæ sem einkennir hljóðfærið. Snertitakkar framan á hörpunni knýja hljóðfærið sem býr yfir einni áttund.
