Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

598A - Hagstofa Íslands 100 ára

598A - Hagstofa Íslands 100 ára

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Hagstofa Íslands 100 ára

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölulegra upplýsinga um landshagi Íslands og íslenskt samfélag. Hagstofan er sjálfstæð stofnun sem skiptist í fjögur svið, efnahagssvið, félagsmálasvið, fyrirtækjasvið og þjónustu- og þróunarsvið. Hagstofa Íslands tók til starfa árið 1914 og hefur hagtölugerð alla tíð verið meginhluti starfseminnar, en auk þess var rekstur þjóðskrár viðamikill hluti starfseminnar á árunum 1952 til 2006. Hinn 1. janúar 2008 tóku gildi endurskoðuð lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð og heyrir stofnunin undir forsætisráðuneytið á þeim tímamótum þegar liðin eru 100 ár frá stofnun hennar. Til að efla sambærileika hagtalna milli landa sinnir Hagstofan umfangsmiklu alþjóðasamstarfi og heldur í heiðri grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna um trausta umgjörð og virðingu fyrir persónuvernd við birtingu opinberra hagtalna.

Skoða allar upplýsingar