Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

597A - Eimskipafélag Íslands 100 ára

597A - Eimskipafélag Íslands 100 ára

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Eimskipafélag Íslands 100 ára

Eimskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar árið 1914 og er með elstu starfandi fyrirtækjum á Íslandi. Saga félagsins tengist með margvíslegum hætti sögu íslensku þjóðarinnar á tuttugustu öld. Ein meginforsenda efnahags- og stjórnmálalegs sjálfstæðis þjóðarinnar var að Íslendingar tækju samgöngur og flutninga til og frá landinu í eigin hendur. Félagið sem strax í upphafi fékk heitið „óskabarn þjóðarinnar" átti ríkan þátt í að auka hagsæld í landinu. Félagið hóf reglulegar siglingar árið 1915 með skipinu Gullfossi. Sú þýðing sem félagið hafði fyrir Íslendinga sannaðist í báðum heimsstyrjöldunum þegar erlend skipafélög hættu að sigla til landsins. Eimskip rekur í dag áreiðanlegt og skilvirkt siglingakerfi á Norður- Atlantshafssvæðinu með skrifstofur í 19 löndum en býður jafnframt upp á alhliða flutningaþjónustu um allan heim.

Skoða allar upplýsingar