596B - Jólafrímerki 2013 - Sjálflímandi
596B - Jólafrímerki 2013 - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Myndefni jólafrímerkjanna 2013 eru fengin úr steindum glugga yfir dyrum Hallgrímskirkju í Reykjavík. Ýmis trúarleg tákn eru sá efniviður sem listamaðurinn, Leifur Breiðfjörð, vann úr við gerð þessa fagra glervirkis, sem biskup Íslands helgaði 28. nóvember 1999. Glugginn er níu metrar á hæð og um tveir metrar á breidd. Í þremur einingum gluggans túlkar Leifur baráttu góðs og ills. Aðrar einingar sýna píslargöngu Krists og fuglinn Fönix, tákn upprisunnar en efstu sex einingarnar sýna hringinn, tákn eilífðar, en inni í honum er þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar og dúfan, tákn heilags anda.
Jólafrímerkin sýna þrjár einingar kirkjugluggans en þær má skoða mun nánar ef frímerkin er skönnuð með viðeigandi „appi“. Svonefndur AR-kóði er byggður inn í öll frímerkin. Með því að hala niður sepac stamps „appi“ í snjallsíma eða spjaldtölvu má skoða kirkjugluggann í heild sinni og frá ýmsum sjónarhornum.
