Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

594A - Morgunblaðið 100 ára

594A - Morgunblaðið 100 ára

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

 

Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913 og var fyrsta blaðið 8 bls. að stærð. Upphafsmaður að stofnun blaðsins var Vilhjálmur Finsen sem hafði átt sér þann draum í fjölda ára að koma út blaði í Reykjavík. Í fyrsta blaðinu sem kom út er meðal annars ritað: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað.”

Viðtökur fyrstu tölublaðanna báru þess merki að ferskir vindar blésu um íslenska blaðaútgáfu því blaðið var bókstaflega rifið út. Morgunblaðið varð fljótlega víðlesnasta blað landsins. Nýtt félag í Reykjavík, sem fékk nafnið Árvakur hf., festi kaup á blaðinu 1919 og er ennþá eigandi þess. Ritstjórar blaðsins, Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson og Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri þess lögðu grunn að styrkri stöðu Morgunblaðsins í íslenskri fjölmiðlun. Morgunblaðið dafnaði og lesendum fjölgaði og hafði starfsemin aukist svo að huga varð að byggingu nýs húss. Árið 1956 fluttist Morgunblaðið í nýtt hús í Aðalstræti 6. Árið 1993 var öll starfsemi Morgunblaðsins flutt undir eitt þak í nýtt húsnæði í Kringlunni. Árið 2006 fluttist blaðið svo í núverandi húsnæði við Hádegismóa, norðan við Rauðavatn í Reykjavík. 

 

Skoða allar upplýsingar