Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

593A - Dagur Frímerkisins - Vígsluafmæli Skálholts- og Hóladómkirkju - 2 x 500g innanlands - Sjálflímandi - 2013

593A - Dagur Frímerkisins - Vígsluafmæli Skálholts- og Hóladómkirkju - 2 x 500g innanlands - Sjálflímandi - 2013

Venjulegt verð 1.260 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.260 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

 

Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar sátu alls 44 biskupar, 31 kaþólskur og 13 lúterskir, þar til biskupsstóll og skóli fluttust til Reykjavíkur um aldamótin 1800. Á þessum stað gerðust margir sögulegir atburðir, en telja má líflát síðasta kaþólska biskupsins, Jóns Arasonar, og sona hans einn hinn áhrifamesta. Skálholt var mikið menningar- setur. Skóli var þar um margar aldir. Árið 1949 var stofnað félag til að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar og var kirkjan vígð 1963. Munir í Skálholtskirkju eru margir og dýrmætir og er vísað til nokkurra af þessum munum á frímerkinu. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup Skálholtsstiftis.

Hóladómkirkja stendur á Hólum í Hjaltadal. Biskupsstóll var settur á Hólum árið 1106 þegar Norðlendingar vildu fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Sú kirkja sem nú stendur er sjöunda kirkjan sem stendur á Hólum og fimmta dómkirkjan. Meðal muna og minja sem vísað er til á frímerkinu eru róðukross og kirkjuklukkur. Hólar voru í margar aldir helsta menningarsetur Norðurlands. Á Hólum var löngum rekinn skóli og prentsmiðja. Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lúterskum sið. Ákveðið var með lögum 1990 að vígslubiskupar skyldu sitja á gömlu biskupssetrunum og vera sóknarprestar þar. Vígslubiskup Hólastiftis er Solveig Lára Guðmundsdóttir.

 

Skoða allar upplýsingar