Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

592A - SEPAC - Íslenska landnámsgeitin

592A - SEPAC - Íslenska landnámsgeitin

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

 

Við upphaf byggðar á Íslandi fluttu landnámsmenn geitur með sér til landsins en ekki er vitað til þess að þær hafi verið fluttar hingað eftir landnám. Allar íslenskar geitur eiga því rætur að rekja til landnámskynsins. Örnefni sem tengjast geitum gefa til kynna að töluvert hafi verið af þeim í upphafi byggðar á Íslandi. Við talningu á 18. öld voru þær þó ekki nema rúmlega 800 og er ástæðan fyrir fækkun þeirra rakin til kólnandi veðurfars á 16. og 17. öld. Afurðir af sauðfé hentaði betur slíku veðurfari. Í kreppunni á þriðja og fjóra áratug 20. aldar fjölgaði geitum í landinu því þær hentuðu vel sem húsdýr víða í sjávarþorpum. Við talningu árið 1930 voru þær orðnar tæplega 3000. Þær voru að lokum bannaðar í þorpum og fækkaði ört eftir 1940. Árið 1963 voru aðeins taldar 87 geitur á landinu og stofninn kominn á válista. Árið 2008 samþykkti ríkisstjórn Íslands alþjóðlegan samnings um líffræðilega fjölbreytni. Vernd íslenska landnámsgeitastofnsins fellur undir þennan samning. Geitastofninn þarf að ná 1000 dýrum til að hann verði tekinn af válista og er því enn langt í land. 

Skoða allar upplýsingar