591A - Surtsey 50 ára
591A - Surtsey 50 ára
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Snemma dags 14. nóvember 1963 sáu sjómenn frá Vestmannaeyjum að reykjarmökkur stóð upp úr sjónum átján kílómetra suðvestur af Heimaey. Surtseyjargos var þá hafið nokkrum dögum áður en um 130 metra sjávardýpi er á þessum slóðum. Gosið stóð með stuttum hléum fram í júní 1967. Eyjan var um það bil þrír ferkílómetrar að flatarmáli eftir að gosi lauk en hún fer stöðugt minnkandi vegna ágangs sjávar og er nú aðeins helmingur af því sem hún var í upphafi.
Fjölskrúðugt líf er í eynni og fjölmargar lífverur hafa numið þar land. Fræ hafa borist sjóleiðis til eyjarinnar eða borist með vindi og fuglum. Þær plöntur sem hafa tekið sér bólfestu í eynni dafna ágætlega og er gróðurinn orðinn gróskumikill og farinn að líkjast þeim sem finna má í fuglabyggðum í úteyjum Vestmannaeyja. Mikið fuglalíf er í eyjunni en þar má sjá fýl, teistu og ritu og aðrar fuglategundir. Samkvæmt tölfræðispám um framtíð eyjarinnar mun Surtsey verða að skeri eftir 160 ár. Þó er ekki útlit fyrir að hún fari öll á kaf því víða í kring standa björg upp úr hafi í nágrenni eyjarinnar og hafa gert í þúsundir ára. Surtsey var skráð á heimsminjaskrá UNESCO í júlí 2008.
