Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

590A - Vitar III - Vattarnesviti - Sjálflímandi

590A - Vitar III - Vattarnesviti - Sjálflímandi

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Árið 1912 var reistur viti á Vattarnestanga við Reyðarfjörð. Við bygginguna var stuðst við teikningar Thorvalds Krabbe verkfræðings. Vitinn var steinsteyptur sívalur turn, 3,3 m á hæð upp á svalir umhverfis ljóshúsið og 2,4 m í þvermál. Ljóshúsið og gasbúnaður voru frá Svíþjóð og í vitanum um var 500 mm linsa. Árið 1957 var byggður nýr viti á Vattarnestanga. Vattarnesviti er 12,3 m hár og ljóshúsið er hið sama og var á gamla vitanum. Ljóshæð yfir sjávarmáli er 26 m. Vitinn var rafvæddur með straumi frá rafveitu árið 1977 en gas haft til vara. Vitann hannaði Axel Sveinsson verkfræðingur.

Skoða allar upplýsingar