589A - Nordia 2013 - Norðurljós - 4 x 360 = 1440 kr. - Sjálflímandi
589A - Nordia 2013 - Norðurljós - 4 x 360 = 1440 kr. - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Norræna frímerkjasýningin NORDIA 2013 verður haldin í Ásgarði í Garðabæ 7.-9. júní 2013. Þetta er í sjötta sinn sem sýningin er haldin hérlendis. Íslandspóstur mun að venju gefa út smáörk í tilefni hennar og eru norðurljósin þema hennar að þessu sinni.
Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Segulsvið jarðarinnar hrindir honum frá sér nema í kringum segulpólana þar sem eitthvað af ögnunum sleppur inn. Þegar þær rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og senda frá sér ljós sem við köllum norður- eða suðurljós. Áhrif sólvindsins eru mest á kraga kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Ísland er í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi þegar norðurljósakraginn svonefndi er yfir landinu, himinninn heiðskír og myrkt er úti. Stærð og umfang norðurljósakragans er breytilegt og veltur að mestu á virkni sólar og þar af leiðandi sólvindinum. Sé virkni sólar lítil er kraginn venjulega lítill en sé virkni sólar mikil er kraginn venjulega stór og breiður.
