588B - Evrópufrímerki 2013 - Póstbílar - Sjálflímandi
588B - Evrópufrímerki 2013 - Póstbílar - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þema Evrópufrímerkjanna 2013 eru póstbílar í notkun. Einnig eru frímerkin tileinkuð 20 ára afmæli PostEurop sem eru samtök póstrekenda í Evrópu. Íslandspóstur rekur einn stærsta bílaflota landsins, um 110 bíla, sem sem eingöngu sinna póstflutningum. Heildaraksturinn er í kringum 3,5 milljón km á ári en landpóstakeyrslan er ekki inni í þeirri tölu. Landpóstar eru þeir aðilar sem sjá um póstflutninga í hinum dreifðu byggðum landsins.
Pósturinn hefur sett sér umhverfisstefnu og fylgist með kolefnismengun bílaflotans. Um þriðjungur allra póstbíla á stór Reykjavíkursvæðinu eru metangasbílar og stefnt er að fjölgun slíkra vistvænna bifreiða. Við brennslu á metangasi í stað bensíns eða díselolíu fer mun minna af koldíoxíði og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ellefu ár eru síðan Íslandspóstur tók fyrstu metangasbifreiðina í notkun.
Í öllum bifreiðum Póstsins eru ökusíritar sem skrá upplýsingar um aksturslag. Með þeim er hægt að fylgjast með bílunum í rauntíma á tölvuskjá og þar sést hvar bílarnir eru, á hvaða hraða þeir aka og í hvaða átt þeir stefna. Þessi tækni auðveldar að miklum mun allt skipulag póstflutninga kringum landið. Bílarnir á frímerkjunum eru Ford Transit 350m árg. 2012 og Man Tgs árg. 2010.
