Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

585A - Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn

585A - Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

 

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árið 2013 Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn. Tilgangurinn er að auka vitund þjóða heims um möguleikana á aukinni samvinnu um þessa dýrmætu auðlind. Íslenskar stofnanir og hjálparsamtök hafa komið að alþjóðlegu hjálparstarfi, meðal annars með því að grafa fyrir brunnum til að afla vatns fyrir fólk á þurrkasvæðum. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur unnið að því í nokkrum löndum að bora fyrir vatni og grafa vatnsbrunna. Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur einnig verið virkur þátttakandi í hjálparstarfinu, m.a. í Malaví. Með aðkomu Hjálparstarfs kirkjunnar hafa íbúarnir getað grafið brunna, komið fyrir góðum vatnsdælum og þar með öðlast betra aðgengi að hreinu vatni.
Skoða allar upplýsingar