1
/
af
1
585A - Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn
585A - Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árið 2013 Ár alþjóðlegrar samvinnu um vatn. Tilgangurinn er að auka vitund þjóða heims um möguleikana á aukinni samvinnu um þessa dýrmætu auðlind. Íslenskar stofnanir og hjálparsamtök hafa komið að alþjóðlegu hjálparstarfi, meðal annars með því að grafa fyrir brunnum til að afla vatns fyrir fólk á þurrkasvæðum. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur unnið að því í nokkrum löndum að bora fyrir vatni og grafa vatnsbrunna. Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur einnig verið virkur þátttakandi í hjálparstarfinu, m.a. í Malaví. Með aðkomu Hjálparstarfs kirkjunnar hafa íbúarnir getað grafið brunna, komið fyrir góðum vatnsdælum og þar með öðlast betra aðgengi að hreinu vatni.
