583A - Þjóðminjasafnið 150 ára - Sjálflímandi
583A - Þjóðminjasafnið 150 ára - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja." Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Myndefni frímerkisins er dúkur Staðarhóls-Páls, útsaumaður með silkiþræði á hörléreft. Á dúknum er þéttsaumað blóma- og laufamunstur, dýr og fólk í 16. aldar klæðnaði. Dúkurinn er erlendur að uppruna en kom til safnsins vestan úr Breiðafirði og var talin mikil gersemi á sínum tíma.
