Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

579A - Dagur frímerkisins - Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri - 2012

579A - Dagur frímerkisins - Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri - 2012

Venjulegt verð 630 kr
Venjulegt verð Söluverð 630 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Fornleifuppgröftur á Skriðuklaustri – 500 ára vígsluafmæli Skriðuklausturskirkju

Skriðuklaustur er menningarog fræðasetur og fornfrægt stórbýli í Fljótsdalshreppi á Austurlandi. Þar var samnefnt munkaklaustur af Ágústínusarreglu frá 1493 til 1552. Skriðuklaustur var síðasta klaustrið sem stofnað var á Íslandi í kaþólskum sið. Kirkja var vígð á Skriðuklaustri 1496 og stóð klausturkirkjan fram á 18. öld. Eftir það var byggð önnur og minni kirkja sem var lögð af árið 1792. Klaustrið að Skriðu féll í gleymskunnar dá eftir því sem aldir liðu og byggingar þess hurfu í jörðu. Fornleifafræðingar hafa fundið rústir hins gamla Ágústínusarklausturs og uppgröftur hefur staðið yfir frá árinu 2002. Uppgröftinn annast félagið Skriðuklaustursrannsóknir, sem Minjasafn Austurlands og Gunnarsstofnun eru aðilar að. Gunnarsstofnun er nefnd eftir Gunnari Gunnarssyni rithöfundi sem settist að á Skriðuklaustri árið 1939 og bjó þar til 1948. Gunnar gaf ríkissjóði jörðina með því skilyrði m.a., að nýting hennar yrði til menningarauka. Stofnun Gunnars Gunnarssonar eða Gunnarsstofnun var sett á laggirnar árið 1997. Þar er menningarog fræðasetur sem rekið er árið um kring.

Skoða allar upplýsingar