Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

578B - Selir III - Rostungur

578B - Selir III - Rostungur

Venjulegt verð 630 kr
Venjulegt verð Söluverð 630 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Rostungur

(Odobenus rosmarus) er stórt hreifadýr sem lifir við sjó á Norðurslóðum. Brimlar í NorðurAtlantshafi eru um 3 metrar á lengd og vega 800 til 1000 kg en urturnar eru minni. Rostungar eru með einkennandi langar skögultennur. Mælst hafa tennur allt að 100 sm að lengd. Rostungar veiða einstaka sinnum fisk en lifa aðallega á botndýrum. Einu náttúrulegu óvinir rostunga eru maðurinn, háhyrningar og hvítabirnir. Rostungar geta orðið um 50 ára gamlir. Rostungar eru nú á tímum sjaldgæfir við Íslandsstrendur en voru tíðir við landið allt fram á 19. öld.
Skoða allar upplýsingar