Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

578A - Selir III - Blöðruselur

578A - Selir III - Blöðruselur

Venjulegt verð 880 kr
Venjulegt verð Söluverð 880 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Blöðruselur

(Cystophora christata) er íshafsselur í NorðurAtlantshafi og Norður-Íshafi álíka stór og útselur. Fullvaxnir brimlar geta orðið 3 metrar á lengd og 300 til 400 kg á þyngd, fullvaxnar urtur eru minni. Feldurinn er grár á litinn en höfuðið er mjög dökkt. Það sem einkennir selinn er að húðin á höfði brimlanna er skinnpoki sem þeir geta blásið upp eins og blöðru. Fæða blöðrusela er fiskmeti svo sem þorskur, karfi og rækjur. Þeir kafa eftir æti allt niður á 600 metra dýpi. Blöðruselirnir verða 30 til 35 ára gamlir. Blöðruselurinn er algengur við Ísland og sést oftast langt frá landi.
Skoða allar upplýsingar