Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

577B - Vitar II - Kálfshamarsviti - Sjálflímandi

577B - Vitar II - Kálfshamarsviti - Sjálflímandi

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Kálfshamarsviti. Árið 1913 var reistur viti á Kálfshamarsnesi á Skaga, við austanverðan Húnaflóa. Hann var með norsku ljóshúsi úr járnsteypu á steinsteyptri plötu. Nýr viti var byggður á Kálfshamarsnesi 1940, og tekinn í notkun 1942. Hann var útbúinn með 500 mm linsu og gasljóstækjum. Vitinn var raflýstur 33 árum síðar. Kálfshamarsviti er steinsteyptur, ferstrendur turn 16,3 m hár, á lágri undirstöðu. Í veggjum turnsins eru innfelld lóðrétt bönd og krossmark er mótað í flötinn yfir anddyri. Veggir vitans voru húðaðir með ljósu kvarsi og innfelldu böndin með hrafntinnu.

Skoða allar upplýsingar