575A - Yfirprentun - 50 ár frá fyrsta þorskastríðinu
575A - Yfirprentun - 50 ár frá fyrsta þorskastríðinu
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Undir lok 14. aldar fóru Breskir sjómenn að stunda veiðar á Íslandsmiðum. Þær veiðar héldu áfram langt fram undir lok 20. aldarinnar. Fyrsta þorskastríðið hófst þann 1. september 1958 þegar Íslendingar stækkuðu fiskveiðilögsögu sína úr 4 sjómílum í 12 sjómílur. Bretar gáfu út yfirlýsingu um að togarar þeirra fengju herskipavernd til að stunda veiðar inni í nýju lögsögunni. Íslendingar höfðu þá sjö varðskip og eina sjóflugvél. Þann 4. september rákust saman íslenska varðskipið V/s Ægir og HMS Russel frá Bretlandi. Þann 6. október skaut varðskipið María Júlía þrem skotum að breska togaranum Kingston Emerald. Bretar og Íslendingar komust að samkomulagi um 12 sjómílna íslenska lögsögu í nóvember 1958. Annað þorskastríðið hófst réttum 14 árum síðar, 1. september, 1972. Þá var fiskveiðilögsaga Íslands færð í 50 sjómílur. Þriðja þorskastríðið hófst í nóvember 1975 þegar Íslendingar færðu lögsöguna út i 200 sjómílur. Mikil harka einkenndi þriðja þorskastríðið en því lauk með fullum sigri Íslendinga.
