574B - Evrópufrímerki 2012 - Heimsækið Ísland - Sjálflímandi
574B - Evrópufrímerki 2012 - Heimsækið Ísland - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þema Evrópufrímerkjanna 2012 er heimsókn til viðkomandi lands, í okkar tilviki Íslands. Þegar farið var að skoða hvernig best væri að koma myndrænum skilaboðum á framfæri í þessu knappa formi sem frímerkið er og auglýsa Ísland sem ferðamannaland um leið, var ákveðið að blanda saman myndefni og QR kóðum. Íslensku Evrópufrímerkin eru þau fyrstu þar sem myndefnið er byggt inn í sjálfan kóðann. Myndefnin eru goshver og norðurljós.
Notkun á QR kóðum í ýmsu margmiðlunarefni hefur stóraukist upp á síðkastið. QR kóðar eru svokallaðir tvívíddar kóðar þar sem hefðbundin strikamerki eru í einni vídd. Því er hægt að koma mun meiri upplýsingum fyrir í QR kóðum, allt frá vefslóðum upp í nafnspjöld og jafnvel textaskrár. QR kóðar komu fyrst fram um miðjan tíunda áratuginn og á rætur sínar að rekja til aðferða sem voru þróaðar í Japan um miðjan níunda áratuginn. Þeir hafa breiðst mjög hratt úr með tilkomu svokallaðra „snjallsíma“ og viðeigandi hugbúnaðar.
