572A - Skátahreyfingin á Íslandi 100 ára
572A - Skátahreyfingin á Íslandi 100 ára
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Sumarið 1911 stofnaði Ingvar Ólafsson fyrsta skátaflokkinn á Íslandi og fyrsti skátafundurinn mun hafa verið haldinn 16. júlí sama ár. Ingvar hafði dvalið í Danmörku og kynnst þar starfsemi skáta. Nokkrir skátar í flokknum stofnuðu ásamt fleirum Skátafélag Íslands, síðar nefnt Skátafélag Reykjavíkur, 2. nóvember 1912. Störfuðu þeir fyrst í einni sveit undir forystu Sigurjóns Péturssonar frá Álafossi. Tveimur árum seinna voru þrjár sveitir í Skátafélagi Reykjavíkur, alls 57 skátar. Sveitarforingjar voru allir kunnir forystumenn úr íþróttahreyfingunni, þeir Benedikt G. Waage og Helgi Jónasson auk Sigurjóns.
Fyrsta skátafélag stúlkna, Kvenskátafélag Reykjavíkur var stofnað innan vébanda KFUK 7. júlí árið 1922 og varð Jakobína Magnúsdóttir fyrsti félagsforingi þess, en Gertrud Friðriksson, fyrsti félagsforingi kvenskáta á Húsavík, átti mestan þátt í stofnun félagsins. Kvenskátasamband Íslands var stofnað 23. mars árið 1939, voru félagar þess þá 459. Árið 1944 sameinuðust tvö landssambönd skáta í núverandi Bandalag íslenskra skáta.
