570A Önnur prentun - Akureyri 150 ára kaupstaðarafmæli
570A Önnur prentun - Akureyri 150 ára kaupstaðarafmæli
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands. Þar bjuggu um 18.000 manns í árslok 2011. Eyjarnar Grímsey og Hrísey eru einnig innan vébanda sveitarfélagsins. Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum og varanleg búseta hófst. Átta árum síðar fékk bærinn kaup staðarréttindi ásamt fimm öðrum bæjum á Íslandi. Þetta var að undirlagi Danakonungs en hann vildi reyna að efla hag Íslands með því að hvetja til þéttbýlismyndunar þar en slíkt var þá nánast óþekkt á landinu.
Akureyri missti kaupstaðarréttindin 1836 en fékk þau aftur 1862. Bændur í Eyjafirði bundust samtökum til að styrkja stöðu sína gagnvart dönskum kaupmönnum og stofnuðu Kaupfélag Eyfirðinga (KEA). Kaupfélagið átti mikinn þátt í vexti bæjarins og á vegum þess voru rekin mörg iðnfyrirtæki í bænum sem mörg sérhæfðu sig í úrvinnslu landbúnaðarafurða.
Akureyri er mjög blómlegt sveitarfélag á 150 ára afmælisárinu.
