Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

564C - Íslenskt handverk III - Silfursmíði - Brum

564C - Íslenskt handverk III - Silfursmíði - Brum

Venjulegt verð 460 kr
Venjulegt verð Söluverð 460 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Silfursmíði á sér langa hefð á Íslandi. Fjölmargir gripir hafa varðveist, margir listavel smíðaðir. Koffur er ennisdjásn úr gylltu silfri og tilheyrir höfuðbúnaði við skautbúning Sigurðar Guðmundssonar málara sem hann hannaði eftir miðja 19. öld. Þetta koffur er með sóleyjarrmunstri. Nokkur koffur af þessari gerð eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands. Kaleikurinn er úr silfri með gotnesku lagi. Utan á skálarbarm er grafin orð Krists um kaleik hins nýja sáttmála. Kaleikurinn er talin íslensk smíð frá fyrsta hluta 15. aldar. Ísfirski silfursmiðurinn Pétur Tryggvi Hjálmarsson smíðaði skálina Brum. Hann fæddist árið 1956 og stundaði nám í Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn. Kirkjusilfur eftir Pétur Tryggva er í ýmsum kirkjum hérlendis og verk hans má líta á söfnum víða um heim.

Skoða allar upplýsingar