563A - Jólafrímerki 2011 - Sjálflímandi
563A - Jólafrímerki 2011 - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Myndefni jólafrímerkjanna 2011 byggist á þeim ríka þjóðlega arfi sem útsaumsmynstrin í íslenska þjóðbúningnum eru. Vísað er í baldýringuna, þar sem silfur- eða gullþráður er notaður í útsauminn. Einnig er vísað í skatteringuna, gamla íslenska útsaumsaðferð sem oft er notuð í útsaum á blómamynstrum. Þar eru litríku blómin ráðandi. Með þessu móti vill listakonan, Guðbjörg Ringsted sem hannaði jólafrímerkin, útbreiða þetta gamla handverk og minna á þessa merkilegu þjóðlegu hefð. Gullsaumur, baldýring eða baldering er gömul útsaumsgerð sem finnst víða um heim. Á Íslandi hefur þessi aðferð einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Treyjuborðar á faldbúningum og skautbúningi, kragi við faldbúninga, upphlutsborðar á 19. aldar og 20. aldar upphlutum og belti eru oft baldýruð. Yfirleitt er baldýrað með vír en silki var nokkuð notað í bland við vír á 19. öld.
