Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

561A - 1000 ár frá Njálsbrennu - 3 x 100 gr - 2011

561A - 1000 ár frá Njálsbrennu - 3 x 100 gr - 2011

Venjulegt verð 1.110 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.110 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Þúsund ár eru liðin frá sögufrægum bruna á Bergþórshvoli í Landeyjum, svokallaðri Njálsbrennu, þegar Njáll bóndi var brenndur inni ásamt Bergþóru konu sinni, þremur sonum og fleira heimilisfólki. Brennu-Njálssaga er víðlesnust Íslendingasagna. Hún segir m.a. frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans Bergþóru, börnum þeirra, vinum og tengdafólki. Synirnir voru þrír, Grímur, Helgi og Skarphéðinn, allir miklir vígamenn en Skarphéðinn þó mestur. Hefndaraðgerðir þeirra vegna vígs Gunnars Hámundarsonar að Hlíðarenda leiddu ógæfu yfir fjölskylduna, þegar 100 manna lið gerði atlögu að bænum og brenndi hann. Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að komast úr eldinum og hefna þessa illvirkis. Þrátt fyrir rannsóknir fornleifafræðinga að Bergþórshvoli, hefur ekki enn þá tekizt að finna merki um Njálsbrennu. Bergþórshvoll er friðlýstur. Á smáörkinni eru myndgerð nokkur atvik frá brennunni sjálfri.

Skoða allar upplýsingar