1
/
af
1
560A - Amnesty International 50 ára
560A - Amnesty International 50 ára
Venjulegt verð
560 kr
Venjulegt verð
Söluverð
560 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Amnesty International eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir mannréttindum um allan heim. Samtökin voru stofnuð árið 1961 af breskum lögfræðingi, Peter Benenson. Samtökin hafa enga skoðun á pólitík, trúmálum eða hugmyndafræði. Árið 1963 urðu samtökin fyrst alþjóðleg. Samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1977. Merki þeirra er gaddagirðing sem umlykur kerti og var hannað af Diana Redhouse. Upphaf Amnesty varð þegar Benenson hóf átak fyrir mannréttindum 1961. Fyrsta mál hans var fangelsisvist portúgalskra nemenda sem höfðu verið fangelsaðir fyrir mótmæli í þágu frelsis. Á sama áratug fékk Amnesty ráðgjafarhlutverk hjá UNESCO og hefur unnið náið með Sameinuðu þjóðunum síðan þá. Íslandsdeild Amnesty International var formlega stofnuð í Norræna húsinu 15. september árið 1974. Amnesty International hefur stuðlað að aukinni þekkingu á mannréttindum hér á landi og haft jákvæð áhrif á líf fjölda fórnarlamba mannréttindabrota. Deildin byggir allt sitt starf á óhlutdrægni, sjálfstæði og alþjóðlegri samstöðu.
Skoða allar upplýsingar
