559A - Samútgáfa Ísland – Malta - Fiskibæir - 2011
559A - Samútgáfa Ísland – Malta - Fiskibæir - 2011
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Ísland og Malta eru nyrstu og syðstu eyjar Evrópu og jafnframt nánir samstarfsaðilar í SEPAC, samtökum póstrekanda smáþjóða í Evrópu (Small European Postal Administrations Corporation). Íslandspóstur og póstþjónustan á Möltu gefa út sameiginlegt frímerki í tilefni þessara tengsla þar sem myndefnin eru fiskibæir. Fiskveiðar hafa verið helsta tekjulind þessara tveggja eyja í margar aldar. Bærinn á íslensku smáörkinni er Húsavík en á þeirri maltnesku Mgarr á eyjunni Gozo. Lýðveldið Malta er lítið og þéttbýlt landamæralaust land á samnefndri eyju og nokkrum smærri eyjum í Miðjarðarhafi. Eyjarnar eru á milli Ítalíu í norðri og norðurstrandar Afríku í suðri. Opinber tungumál landsins eru enska og maltneska. Malta hefur verið í Evrópusambandinu síðan 2004 og er það núverandi minnsta Evrópusambandslandið bæði í fjölda og stærð. Aðeins þrjár stærstu eyjar Möltu eru byggðar, Malta, Gozo og Comino.
