1
/
af
1
557A - Verndun votlendis
557A - Verndun votlendis
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
| Vigdís Finnbogadóttir varð við beiðni Íslandspósts um að velja þema á frímerki til útgáfu í september 2011. Valdi hún þemað „Verndun votlendis“. Henni er málefnið hugleikið en hún er verndari Auðlindar – Náttúrusjóðs, stofnunar sem hefur að markmiði að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands. Í febrúar 1971 var skrifað undir alþjóðlegan samning um verndun votlendis í Ramsar í Íran. Íslendingar gerðust aðilar að Ramsarsamningnum 1978. Vernduð votlendi hafa sérstakt alþjóðlegt gildi einkum með tilliti til fuglalífs. Á Íslandi eru þrjú Ramsarsvæði, Mývatn og Laxá, Grunnafjörður og Þjórsárver. Samkvæmt Ramsarsamningnum flokkast lækir, ár, tjarnir og vötn, mýrar, flóar og fen undir votlendi. Oft er litið á votlendi sem nýru jarðar vegna hlutverks þeirra í vatnshreinsun. Víða er votlendi undirstaða að fæðuöflun manna. Í Evrópu og Norður- Ameríku er búið að spilla um 80% af náttúrulegu votlendi. Mikið hefur dregið úr framræslu mýra á Íslandi vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. |
|
|
