Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

554A - Melavöllurinn 100 ára

554A - Melavöllurinn 100 ára

Venjulegt verð 370 kr
Venjulegt verð Söluverð 370 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Melavöllurinn var íþróttaleikvangur sem var reistur af Íþróttasambandi Reykjavíkur á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1911. Fyrsta mótið sem var haldið þar var íþróttamót Ungmennafélags Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Upphaflega var völlurinn með 400m hlaupabraut, malarknattspyrnuvelli og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Þarna höfðu öll íþróttafélög Reykjavíkur æfinga- og keppnisaðstöðu í mörg ár. 1926 varð tjón á vellinum í ofsaveðri og nýr, betur útbúinn völlur var gerður á sama stað. Laugardalsvöllur var opnaður 1959 og lauk þá helsta hlutverki Melavallar. Hann þjónaði þó áfram margvíslegu hlutverki og var meðal annars nýttur sem skautasvell á vetrum. Melavöllur var formlega lagður niður árið 1984 þegar flóðljós vallarins voru flutt í Laugardalinn sem þá hafði tekið í notkun nýjan gervigrasvöll.
Skoða allar upplýsingar