552A - Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, 5 x 305 = 1525 kr. - Sjálflímandi - 2011
552A - Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, 5 x 305 = 1525 kr. - Sjálflímandi - 2011
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Harpa, nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík verður mikil viðbót við íslenskt og evrópskt tónlistarlíf. Húsið verður tekið í notkun 4. maí 2011. Harpa á einnig að verða mikilvæg ferðamanna- og ráðstefnumiðstöð og mun bjóða upp á margskonar menningarviðburði. Þar verður heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Harpa er afsprengi allra helstu sérfræðinga í byggingarlist og hljóðhönnun. Henning Larsen Arcitects og Batteríið arkitektar hönnuðu bygginguna en Artec Consultants hljómburðinn. Byggingin er búin tæknilega háþróuðum hljóð-, sviðs- og kynningarkerfum og þar verður hægt að halda stórar ráðstefnur, móttökur, margskonar tónleika og sýningar, allt á sama tíma. Glerhjúpurinn utan um húsið er hönnun hins heimsþekkta listamanns Ólafs Elíassonar í samvinnu við Henning Larsen arkitekta. Hjúpurinn er með tilvísun í stuðlaberg sem finnst víða um Ísland. Í tilefni þess að Harpa verður tekin í notkun hefur Ólafur Elíasson hannað smáörk fyrir Í slandspóst.
