551A - Háskóli Íslands 100 ára
551A - Háskóli Íslands 100 ára
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Háskóli Íslands er ríkisháskóli sem var stofnaður árið 1911. Við það sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn. Ein deild innan Háskólans var tileinkuð hverjum þeirra auk þess sem stofnuð var sérstök heimspekideild. Fyrsta árið voru 45 nemendur við skólann. Fyrsti rektor skólans var Björn M. Ólsen, prófessor við heimspekideild. Háskóli Íslands var upphaflega staðsettur á neðri hæð Alþingishússins, en flutti í aðalbyggingu Háskólans árið 1940. Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám og að auki fer þar fram kennsla á vegum Endurmenntunar Háskólans. 2008 tóku gildi breytingar á námsskipulagi og stjórnkerfi skólans og var Háskólinn sameinaður Kennaraháskóla Íslands. Fræðasvið skólans urðu fimm talsins og deildirnar 25. Nemendur eru nú um fjórtán þúsund talsins.
