Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

545A - 100 ár frá stofnun dagblaðsins Vísis

545A - 100 ár frá stofnun dagblaðsins Vísis

Venjulegt verð 140 kr
Venjulegt verð Söluverð 140 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Í byrjun síðustu aldar taldi Jón Ólafsson ritstjóri að grundvöllur væri kominn fyrir dagblað í höfuðstaðnum og hóf að gefa út Dagblaðið. Ritzau-fréttastofan byrjaði að senda skeyti til Íslands 1906 fyrst erlendra fréttastofa. Dagblaðstilraunin rann fljótlega út í sandinn en næsta tilraun til dagblaðsútgáfu var gerð í desember árið 1910. Stofnandi nýja dagblaðsins var Einar Gunnarsson og kallaði hann það Vísi til dagblaðs í Reykjavík, síðar stytt í Vísi. Þar með hófst samfelld dagblaðaöld á Íslandi. Vísir var alla tíð fyrst og fremst Reykjavíkurblað. Þremur árum eftir stofnun Vísis fékk hann öfluga samkeppni þegar Vilhjálmur Finsen stofnaði Morgunblaðið með Politiken í Danmörku og fleiri stórblöð að fyrirmynd. Morgunblaðið var til að byrja með fyrst og fremst Reykjavíkurblað eins og Vísir en átti þegar fram liðu stundir eftir að verða stærsta og öflugasta blað þjóðarinnar.
Skoða allar upplýsingar