543A - Dagur frímerkisins - Alþjóðlegt ár fjölbreytni lífríkisins - 2010
543A - Dagur frímerkisins - Alþjóðlegt ár fjölbreytni lífríkisins - 2010
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2010 alþjóðlegt ár fjölbreytni lífríkisins. Tilgangurinn er að minna á mikilvægi fjölbreytileikans í lífríkinu og hvetja til þess að stoðum sé rennt undir sjálfbæra þróun og verndun samfélaga fyrir afleiðingum áfalla eins og vatnsskorts, útbreiðslu smitsjúkdóma, óveðra, uppskerubrests og dauða búpenings. Nánast öllum vistkerfum jarðar hefur verið umbylt af völdum manna. Fjórðungur sjávarfiska eru ofveiddir með þeim afleiðingum að loka verður miðum með alvarlegum efnahagslegum og félagslegum afleiðingum. Breytingar á landnýtingu, sérstaklega ruðningur regnskóga og stækkun eyðimarka, hafa í för með sér að staðbundin úrkoma minnkar sem veldur myndun eyðimarka og vatnsskorti. Hæfni vistkerfa til að draga úr áhrifum flóða og fellibylja hefur minnkað vegna framræslu votlendis, grisjunar skóga og fenjaviðar. Grípa verður til ýmissa nýrra og öflugri aðferða á öllum sviðum, ef stöðva á rýrnun fjölbreytni lífríkisins og tryggja réttláta nýtingu auðlinda.
