Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

542A - Vífilsstaðahælið 100 ára

542A - Vífilsstaðahælið 100 ára

Venjulegt verð 370 kr
Venjulegt verð Söluverð 370 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Árið 1906 skipaði Oddfellowstúka nr. 1, Ingólfur, nefnd sem hafði það hlutverk að vinna að útrýmingu berklaveikinnar hér á landi. Sama ár var Heilsuhælisfélagið stofnað og fé safnað til að byggja Vífilsstaðahæli. Hælið var byggt og teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, einum af stofnendum Verkfræðingafélags Íslands. Spítalinn var vígður og tekinn í notkun 5. september 1910. Fyrsti yfirlæknir á Vífilsstöðum var dr. Sigurður Magnússon. Vífilsstaðir voru byggðir fyrir um 80 sjúklinga en árið 1922 voru sjúklingar að meðaltali 130 á dag og átti þeim en eftir að fjölga. Á þriðja tug aldarinnar var talið að 20% allra dauðsfalla á Íslandi mætti rekja til berklaveikinnar. Samtök íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, voru stofnuð 1938. Vífilsstaðir voru berklahæli fram undir 1970 en eru nú hluti af Landsspítala – háskólasjúkrahúsi. Árið 2003 gerði Hrafnista samning við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Vífilsstöðum.

Skoða allar upplýsingar