Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

539A - Eldsumbrot í Eyjafjallajökli - Fimmvörðuháls

539A - Eldsumbrot í Eyjafjallajökli - Fimmvörðuháls

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Litið er á eldsumbrotin sem hófust í Eyjafjallajökli rétt fyrir miðnætti 20.mars 2010 sem eitt eldgos í tveimur aðskildum fösum. Í fyrri fasanum kom kvikan upp í Fimmvörðuhálsi. Gosið var tiltölulega lítið og samkvæmt jarðskjálftamælum virtist því ljúka 12. apríl. Um sólahring síðar, aðfararnótt 14. apríl, hófst gos að nýju og kom kvikan þá upp í suðvestanverðum toppgíg Eyjafjallajökuls. Þá um morguninn sáust miklir gosbólstrar sem teygðu sig 30 kílómetra í suður. Gosaskan dreifðist um alla Evrópu og olli gríðarlegum truflunum á flugumferð í nokkra daga, hinum mestu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Talið er að í síðari gosinu hafi komið upp um 250 milljón kúbikmetrar af ösku. Öskufall olli miklum búsifjum á Suðurlandi. Gripið var til víðtækra rýminga og hundruð fjölskyldna fluttar frá þeim stöðum sem verst urði úti. Þann 21. maí minnkaði gosvirkni verulega og benti það til þess að gosið væri í rénum þótt ekki væri hægt að spá goslokum.

Skoða allar upplýsingar