Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

534A - Norðurlöndin við hafið I - Lífið við ströndina - 2010

534A - Norðurlöndin við hafið I - Lífið við ströndina - 2010

Venjulegt verð 150 kr
Venjulegt verð Söluverð 150 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Hafið sem umlykur Norðurlöndin aðskilur þau og sameinar í senn. Fjölbreytileikinn er mikill við sjávarsíðuna. Djúpir firðir og tilkomumikil strandlengja, ísjakar, sæbarðar klappir og sumstaðar fagrar sandstrendur bjóða upp á magnaða náttúruupplifun auk þess sem sjávarplássin skarta víða sínu fegursta. Fólkið sem býr við sjávarsíðuna lagar sig að nálægðinni við hafið og nýtir sér hana. Nýir atvinnuvegir bætast við hefðbundna starfshætti sjómennsku og veiða, en orkuvinnsla, fiskeldi og ferðamennska eru dæmi um atvinnugreinar sem verða mikilvægari með hverjum deginum við norrænu strendurnar. Fáar þjóðir eiga meira undir verndun hafsins og strandlengjunnar en Íslendingar. Þeim hefur með ströngum ráðstöfunum tekist að stöðva ofveiði og draga úr mengun sjávar. Mikilvægir fiskistofnar hafa styrkst, þar á meðal síldin. Fyrstu síldarverksmiðjurnar risu á Siglufirði og síldveiðar renndu stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Sambúð Íslendinga við gjöfula en harðbýla náttúru krefst þess að auðlindir hafsins séu nýttar með sjálfbærum hætti.

Skoða allar upplýsingar