530A - Jólafrímerki 2009 - Sjálflímandi
530A - Jólafrímerki 2009 - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Jörðin var þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Núverandi kirkja var vígð 1796. Hún er meðal elstu steinbygginga landsins. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Steindu listaverkin rekja trúarsögu Íslendinga allt frá komu papa. Myndefni frímerkjanna eru listaverkin „Fjallræðan“ eftir Guðmund frá Miðdal og „Heilög Guðsmóðir“ eftir Finn Jónsson.
