1
/
af
1
527A - Dagur frímerkisins - Þjóðmenningarhúsið - 2009
527A - Dagur frímerkisins - Þjóðmenningarhúsið - 2009
Venjulegt verð
150 kr
Venjulegt verð
Söluverð
150 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þjóðmenningarhúsið var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúrugripasafn Íslands voru einnig í húsinu um langt árabil. Í Safnahúsinu, eins og það var fljótlega kallað, voru því lengi vel undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku þjóðarinnar. Gamla Safnahúsið fékk nýtt og breytt hlutverk, þegar forsætisráðherra opnaði Þjóðmenningarhúsið á skírdag 20. apríl árið 2000. Veglegar sýningar voru opnaðar sama dag. Auk sýninganna voru fundarstofur í vesturálmu til sýnis, en þar eru litlar þemasýningar.
