Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

526A - SEPAC – Vatnajökulsþjóðgarður

526A - SEPAC – Vatnajökulsþjóðgarður

Venjulegt verð 120 kr
Venjulegt verð Söluverð 120 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Sameiginlegt þema annarrar útgáfu frímerkja SEPAC-þjóðanna er „landslag”. Myndefnið á íslensku frímerkjunum er Skaftafell í Vatnsjökulsþjóðgarði. Þessi þjóðgarður var stofnaður með lögum 7. júní 2008 og er yfir 12.000 km² að stærð eða sem samsvarar 11% af yfirborði Íslands. Hann mun í fyrstu ná til alls þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum auk nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans. Vatnsjökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu, heimsþekktur fyrir einstæða náttúrufegurð og hrikalegar andstæður í landslagi. Skriðjöklar setja sérlega tilkomumikinn svip á svæðið og hvergi á landinu gefst betra tækifæri til jöklaskoðunar. í Skaftafelli er gróðurfar og dýralíf með því fjölbreyttasta sem þekkist hér á landi og þar eiga t.d. refur og rjúpa griðland og fer fjölgandi.

Skoða allar upplýsingar